ESv | 24.11.2022 08:41
50 ÁRA MJÖG EFTIRMINNILEGT ÓVEÐUR

50 ÁRA MJÖG EFTIRMINNILEGT ÓVEÐUR

20. til 21. des 1972 gerði hér mikið illviðri eða öllu heldur snarpa syrpu óveðra.

Trausti Jónsson gerir þessum kafla mjög góð skil í nýrri færslu á bloggi sínu. Mæli eindregið með. https://trj.blog.is/blog/trj/entry/2284551/

Eftirminnilegast var vitanlega rafmagnsleysið og skömmtunin þarna rétt fyrir jólin sem ég man mjög vel, þá 7 ára í glænýju og rafkynntu húsi í Norðurbænum í Hafnarfirði. Hitaveitan kom nokkru síðar.

Í næsta hefti á eftir af tímaritinu Veðrinu segir ritstjórinn í inngangi: "Þetta hefti er að verulegu leyti helgað íslenskum stormi. Ástæðan er m.a. fárviðrið sem felldi Búrfellslínu fyrir jólin 1972. En aðalatrið er að mistök eins og þá komu í ljós endurtaki sig sem sjalndast..."

Þarna er væntanleg verið að vísa til þess að því hefur verið haldið fram að franskir hönnuðir Búrfellslínu 1 hafi ekki hugsað fyrir veðuráraun þegar ek. toppstykki var bætt við mastrið beggja vegna við langt línuhaf þar sem hún fór yfir Hvítá. Toppstykkið brotnaði einfaldlega af í vindinum, en engin var ísingin.

Lærdómurinn og kemur vel fram hjá Trausta er einkum sá að tiltölulega róleg veðurstaða með A-átt, eins og ríkt hefur að undanförnu, getur gjörbreyst svo að segja á einni nóttu, ef heimskautaloft tekur að ryðjast til suðurs fyrir vestan Grænland í veg fyrir hlýtt og rakt yfir Atlantshafi. Þá er voðinn vís.

Hér er líka áhugavert viðtal við Tryggva Sigurbjarnason og Jón Norðfjörð Vilhjálmsson frá árinu 2000, en þeir voru báðir voru á vettvangi við viðgerðir í mykrinu við Hvítá undir gríðarlegri tímapressu.
Jón Norðfjörð lést 2016. Hann var línumaður alla tíð og lærði vestanhafs um vinnu við háspennulínur, fyrstur Íslendinga.
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/580093/

Reykjavík - Veðurspá
Í dag,
09:00
0 mm
8 m/s
12:00
0 mm
7 m/s
15:00
0 mm
7 m/s
18:00
0 mm
7 m/s
21:00
0 mm
6 m/s
Á morgun,
09:00
0 mm
4 m/s
15:00
0 mm
2 m/s
Næstu dagar
0202
2 mm
3 m/s
0303
0 mm
1 m/s
0404
0 mm
2 m/s