AF LA-NINA Í KYRRAHAFINU

Áhugavert frávikakort sjávarhita sem dagsett er 16. október. Kalt frávik yfir Kyrrahafinu nærri miðbaug er einkenni fyrir La-Nina ástand. Það koma meira að segja fram fallegar kaldar tungur eða bylgjur sem teygja sig til norðausturs. Á móti höfum við mjög hlýtt frávik á stóru svæði norðar í Kyrrahafinu og aftur kaldan sjó undan Alaska.
Í fyrravetur var einnig La-Nina ástand svipað þessu. Kalda frávikið var heldur óigreinilegra í sumar og fram undir septemberlok, en skv. þessu korti hefur því vaxið ásmeginn. Spár gera síðan ráð fyrir því að þetta haldist til áramóta, en gefi síðan eftir. Á það hefur líka verið bent að spá ECMWF skeri sig úr með eindregnari köldu fráviki, stærra útslag La-Nina og að það standi lengur.
En ef hverju erum við að velta þessu fyrir okkur yfir höfuð, þegar við sjáum líka á kortinu og sjórinn hér við land er bara í ágætu meðallagi og engar kaldar tungur að sjá á okkar slóðum?
Sýnt er verið fram á það tölfræðilega og með ágætlega rökstuddum kenningum afl- og varmafræðilega að með La-Nina í Kyrrahafinu veikist heimskatahvirfillinn að vetrarlagi yfir pólnum eða í það minnsta verður hann fyrir truflunum af ýmsu tagi. Við sjáum t.d. nú að V-röstin í heiðhvolfinu er þegar byrjuð að veikjast, eins og línuritið frá Hannah E. Arendt sýnir glöggt. Síðan eru það spár um hlýnun þarna uppi, einkum yfir N-Ameríku, sem hliðrar sjálfum hvirflinum.
Allt þetta hefur áhrif hér hjá okkur eins og síður verður vikið að hér á Bliku.