Reykjavík
ESv | 07.06.2019 00:20
AFAR LÍTIÐ RENNSLI

Óvenjulegt rennsliskortið sem nálgast má á vatnafarssíðu Veðurstofunnar. Um allt land mælist ýmist lítið eða mjög lítið rennsli vatnsfalla. Aðaeins "stýrðar" ár eins og Sogið eða lindár (Ytri Rangá) sem nálgast meðallennsli. Dragár um land allt standa lágt, jafnvel mjög lágt og þar sem eru svartir punktar er hlutfallstala rennslis minna en 1%. Ekki hlutfall af meðalrennsli heldur reiknuð raðtala viðkomandi árstíma í mælisafni.

Nú ætti vorleysingin að hafa verið í hámarki að undanförnu væri allt með felldu. Öðru nær. Snjó tók upp að mestu upp í 800-1.200 m hæð í apríl. Þokkalegar rigningar sunnantil framan af maí, en annars verið þurrt og nánast alveg úrkomulaust utan Austurlands síðurstu tvær til þrjár vikurnar.

Norðuráin er komin niður í 3,1 til 3,4 rúmmetra á sekúndu. Meira og minna allur snjór löngu bráðnaður á upptakasvæðunum á Holtavörðuheiði þetta vorið og jarðvegur tekinn að þorna því til viðbótar. Ekki rignir næstu dagana og rennslið fer væntanlega niður fyrir þriggja rúmmetra þröskuldinn. Bið verður á alvöru axagöngum.

Þó sólin skíni á hájöklana er lítil sem engin bráðnun þar. Það er alvanalegt framan af júní. Frost er þar uppi og endurkast frá hinum miklu jökulhvelum. Jökulsá á Fjöllum er með hlutfallstölu 5% og Austari Jökulsá Héraðsvatna 1%.

Óvenjulegt í alla staði held ég að segja má, þetta lítið rennsli um land allt.