ALLT AÐ 100 SM NÝSNJÓR

Þegar kemur fram í júní leysir snjó síðasta veturs af jöklinum. Þegar hann ef farinn hefst hin eiginlega jöklabráðnun sem stendur þar til aftur frystir í sumarlok.
Eitthvað hafði bráðnað, en nú bætir bara á snjóalög flestum jöklum. Á austanverðum Mýrdalsjökli snjóaði á að giska um 40-50 sm um helgina. Fram á miðvikudag er reiknað með að álíka bætist við.
Síðbúinn vorsnjór getur haft mikil áhrif á afkomu jöklanna það árið. Segir sig sjálft að nýr snjór nú þegar sól er hæst á lofti endurkastar nær öllu sólarljósi, þ.e. þegar sólin tekur að skína á ný.
Nýsnævið er því eins konar hlíf eða skjöldur sem getur seinkað bráðnun inn í sumarið um vikur.