ESv | 02.01.2021 10:36
ANNARS KONAR JANÚAR

Nú um áramótin urðu þau tíðindi helst að hátt uppi í heiðhvolfinu varð vart skyndilegrar hlýnunar yfir A-Asíu.  Vel þekkt fyrirbæri og verður u.þ.b. annan hvern vetur, en í sumum tilvikum eru áhrifin á veður ógreinileg. Einstaka sinnum verður slík hlýnun tvisvar yfir veturinn.  Hún vekti ekki sérlega athygli nema vegna þess að hún nær stundum að raska stóra heimskautahvirflunum sem er allsráðandi í lofthringrásinni að vetrarlagi og kuldaköst í V-Evrópu og Bandaríkjunum eru oft afleiðing þessa.


Í fyrra (2019-2020) var heimskautahverfillinn óvenju öflugur og allan veturinn og verð ekki fyrir neinni truflun eins og nú er að eiga sér stað.  Þá voru tíðar djúpar lægðir á N-Atlantshafi, storma- og illviðrasamt hér og hlýindi úr vestri lanngt inn í Evrópu og Rússland.  Ágætur mælikvarði er NAO-visirinn.  Hann er beintengdur meðalloftþrýsingi hér við land.  Loftvoginn var sérlega lág í allan fyrravetur.  Nú verður staðan önnur þegar allt bendir til þess að í kjölfar skyndihlýnunarinnar verði loftþrýstingur í hærra lagi. 

Reyndar hafði hringrásin þegar heldur veikst dagana fyrir áramót  og aflagast um leið og miðjan færðist til suðurs. 5. janúar verður síðan fyrsti dagurinn þar sem að jafnaði kemur til með að blása A-vindur í heiðhvolfinu (60°N í 10hPa) í stað ríkjandi V-áttar að vetri.  Nokkrir dagar líða oftast þar til það hægir verulega á hringrásinni neðar eða í veðrahvolfinu.  Ekki er útlit fyrir að heimskautahvirfillinn nái sér aftur á strik fyrr en e.t.v. í lok mánaðarins. 

Á meðan eru líkur á því að NAO-vísirinn verði lengst af í neikvæðum fasa eins og sést á spá fram í miðjan mánuð. Mánaðargildi NAO í janúar hefur ekki verið neikvætt frá því 2010 og 2011. Í bæði skipin þá var undanfarin reyndar ekki skyndihlýnun í heiðhvolfinu.