APRÍLMETIÐ FÉLL EKKI Í REYKJAVÍK
Hæsti hiti á Veðurstofunni mældist 14,7°C í dag. Hitametið frá 1942 stendur því óhaggað, 15,2°C. Mestu skipti hve skýjað var fyrir hádegi. Nánast viss um að meiri sól í morgun hefði skipt hér sköpum.
Að vísu fór hiti á Kjalarnesi í 16,2°C í dag, en það er Veðurstofuhitinn á kvikasilfursmælinum sem gildir.
En vissulega hefur aldrei frá upphafi mælinga orðið hlýrra á sumardaginn fyrsta en í dag í Reykjavík!
Hæstur var hitinn í dag 18,7°C á Blönduósi og 18,5¨c á Reykjum í Hrútafirði. Einkar ánægjulegt þar, enda skein sólin látlaust í dag. Þótti áhugavert að sjá 12,1°C á Hvervöllum í dag. Skyldi það ekki vera aprílmet?
Mistur var í lofti. Held að Sahara-rykið hafi farið hjá í gær. Í dag var mest dust austan af söndunum í bland við sót og hugsanlega gamlan reyk frá A-Evrópu. Mögulega frjókorn að auki.
Tunglmyndin er frá MODIS og tekin kl. 14:10 í dag. Sérlega lítill snjór á suðurhálendinu og eins norður yfir Kjöl og á heiðum í Húnaþingi.