ÁÐUR EN KÓLANAR UM PÁSKANA...

Nú orðið á flestr vitorði sem fylgjast sæmilega með, spáin um páskahretið í ár. En áður en að því verður, kemur til með að hvessa nokkuð rækilega af vest-suð-vestri á undan sjálfum kuldaskilunum. Það verður um og fyrir hádegi á laugardag og einn helst á Norðurlandi, e.t.v. einnig á Vestfjörðum litlu fyrr. Spár gera ráð fyrir 40 m/s í um 1.300 m hæð. Stendur þvert á fjallgarðanna og sennilega verða umtalsvertir sviptivindar einkum í Eyjafirði, en vitanlega víðar á Norðurlandi.
Stendur í nokkrar klukkustundir, síðan koma kuldaskilin og í kjölfar þeirra lægir og snöggkólnar með éljum eða snjókomu um tíma. Hitfallið verður víða um 10 stig á 9 til 12 klst.