BANDARÍSK SPÁ FYRIR OKTÓBER

BANDARÍSK SPÁ FYRIR OKTÓBER

Fyrir þá sem kynntu sér spá í síðustu frétt fyrir október til desember gæti hér önnur verið áhugaverð. Sú er reiknuð af CFS í Bandaríkjunum og er eingöngu fyrir komandi október mánuð.  Veðurfræðingurinn geðþekki Judah Cohen birti þesst frávikakort 500 hPa.


Þar kemur freinilegt hæðarfrávik suðaustur af Grænlandi og suur af Íslandi á svipaðan hátt og sjá mátti í 3ja mánaða veðurlagsspána.

Veðrið veðrið eitthvað þessu líkt má gera ráð fyrir þrálátri hæð hér við land og yfir Grænlandi með ríkjandi vindátt nærri NA.

Sé flett aftur má sjá að þessi frávik líkjast mjög október 2012.  Sá mánuður einkenndist af staðviðri, sérlega hægum vindi á landinu öllu og fremur þurru svona í það heila tekið. 

Veðurfarslýsingin frá Veðurstofunni er í því sambandi nokkuð áhugaverð.



Á grunni þessar sömu spár gaf NOAA óhikað út sína október-spá fyrir Bandaríkin á því formi hvaða líkur á væri á að hiti og úrkoma yrði yfir meðallagi: 

https://www.cpc.ncep.noaa.gov/products/predictions/long_range/lead14/off14_temp.gif