ESv | 06.10.2021 08:41
BÆTT ÞJÓNUSTA VIÐ SEYÐFIRÐINGA Á BLIKU

Í fyrsta lagi var spápunkturinn fyrir Seyðisfjörð fluttur og er hann nú hafnarsvæðinu.  Valdist áður sjálfvirkt í fjallshlíðinni uppi af Fjarðaröldunni.  Fyrir vikið var hitaspáin fyrir Seyðisfjörð, kerfislægt of köld. Fátt er snúnara í staðarspám en djúpir og þröngir firðir!

Þá hefur verið bætt við spápunktum í línu frá þeim nýja.  Annars vegar uppi undir Bjólfi og hins vegar hátt í Botnum og kallast hann Seyðistfjörður-Strandartindur.  Fyrir utan auðvitað hitann kann að vera gagnlegt að skoða úrkomuspá í þessu sniði.  Úrkomuákefðin mótast þó mjög af fjöllunum og þó fínkvarðalíkön geri hvað þau geta, ná þau ekki þeim mikla breytileika sem Seyðfirðingar tala sjálfir um. 

Fleiri spápunktar eru í Seyðisfirði. S.s. Hánefsstaðir (50 m) út með að sunnanverðu og Brimnes (33 m) utarlega að norðanverðu. Þá höfum við Fjaðarheiði og vitanlega Dalatanga.  Spurning líka um að bæta við einum til viðbótar: Efri- eða Neðri Stafur á veginum upp á Fjaðarheiði.   

Reykjavík - Veðurspá
Í dag,
12:00
0 mm
7 m/s
15:00
0 mm
7 m/s
18:00
0 mm
8 m/s
21:00
0 mm
8 m/s
Á morgun,
09:00
0 mm
7 m/s
15:00
0 mm
4 m/s
Næstu dagar
2525
1 mm
5 m/s
2626
7 mm
14 m/s
2727
0 mm
5 m/s