Reykjavík
ESv | 27.02.2020 07:48
EKKI EINN, HELDUR TVEIR SNJÓKOMUBAKKAR

Hefur snjóað talsvert í nótt suðvestanlands og eiginlega kom bakkinn dálítið aftan að okkur.  Leit út fyrir að skila einkum úr sér í Ölfusi og austur með Reykjanesi.  En svona er þetta oft í kalda loftinu  á útmánuðum, smálægðir og snjókomubakkar spretta upp eins og gorkúlur!

En það er spáin næstu 24 tímana sem nú er ekki síður allrar athygli verð.

Sjáum á tunglmynd Veðurstofunnar kl. 7 í morgun að bakkarnir eru tveir, annar göndull kemur í kjölfarið sýnist manni og þá með snjó trúlega eftir hádegi.  Ratsjáin sýnir hinsvegar enn aðeins þann fyrri

En það hvessir líka og þessi nýi snjór er þurr og léttur.  Skafbylur verður líklega á leiðinni austur yfir fjall frá miðjum degi og á Höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum nægur vindur í talsverðan skafbyl í kvöld.


  

Reykjavík - Forecast
Today,
Tomorrow,
Next Days
Forecast Time:
Url/spa/4