ESv | 06.10.2020 22:48
EKKI ER ALLT SEM SÝNIST

Síðustu 60 ár eða svo hafa menn séð greinileg tengsl á milli snjóhulu í Síberíu snemma hausts í október við háloftavindana komandi vetur, þ.e. frá desember til febrúar.  Kenningin er sú að ef snjóar að marki í Síberíu kólnar sú víðátta og með háþrýstingi snemma vetrar. Stuðlar stundum (en ekki þó alltaf) að tilfærslu heimskautarastarinar, þ.e. skotvindsins til suðurs á Atlantsahafi og veikingu hans. Eiginlega andstæða þess sem við sáum liðinn vetur þegar röstin var sterk og sendi djúpar óveðurslægðir hverja á fætur annari yfir okkur á Íslandi.

Nú er því sem sagt spáð að snjóa muni meira í Síberíu en að jafnaði næstu vikurnar í október (mynd1, snjódýpt 19. okt).  Ýmsir veðurspekúlantar eru komnir á stjá og benda á fylgni hennar við kaldan vetur í Evrópu (og mögulega hlýjan hér ?). Ekki úr lausu lofti gripið, en ekki víst að eigi við nú á tímum hnattrænnar hlýnunar þegar ísasvæði norðurhjarans hafa rýrnað til muna. 

Áður myndaði ísinn og vaxandi kuldi N-Asíu einn samfelldan kuldafleka þegar vetraði og gríðaröflugt kalt háþrýstisvæði var raunin á austur- og norðursvæðunum. Mynd 2 sýnir einmitt breytinguna þarna í lok sumars frá 1985 til 2020.  Elsti ísinn er litaður rauður og hann hefur minnkað stórum.

Nú er málum öðruvís háttað.  Úti fyrir strönd Síberíu er engin hafís sökum bráðnunar og þar er varmahagur annar en áður var.  Sést vel á mynd 3.  19. okt er því spáð að hiti á íslausum svæðum norðursins verði um og yfir 10 stigum yfir meðallagi. En á sama tíma kólna meginlöndin og þar verður kaldara bæði í Síberíu og hluta N-Ameríku. Eins er því spáð á okkar slóðum.

Lofthringrás haustsins raskast við þessa umpólun loftsins og ekki víst að eldri tengslin eða veðurklisjur í þá veru haldi!

En spennandi verður að sjá hvernig mál þróast og hver áhrifin verða hér við land.

*  Kortin eru af wxcharts, GFS spá síðdegis 6. okt.  Ísasamanburðurinn er annars vegar frá 1985 í lok sumars og hins vegar 2020.

Reykjavík - Veðurspá
Í dag,
09:00
0 mm
7 m/s
12:00
0 mm
6 m/s
15:00
0 mm
7 m/s
18:00
0 mm
5 m/s
21:00
0 mm
7 m/s
Á morgun,
09:00
0 mm
4 m/s
15:00
0 mm
4 m/s
Næstu dagar
1919
1 mm
8 m/s
2020
0 mm
3 m/s
2121
0 mm
1 m/s