EKKI SVO VÆNLEG SPÁ TIL LENGRI TÍMA LITIÐ!

EKKI SVO VÆNLEG SPÁ TIL LENGRI TÍMA LITIÐ!

Alveg sama hvaða spár eru skoðaðar, við virðumst ætla að festast hér með lægðardrag yfir eða í grennd við landið út júlí.   Í það minnsta vottar ekki fyrir hæðinni góðu á milli Íslands og Noregs, þeirri þaulsetnu í fyrrasumar.

Hér eru spákort úr fjögurra vikna spá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar frá því á mánudagskvöld.

Það fyrra er safnspá fyfir vikun 17. til 24. júlí.  Fjórir klasar eru markverðir (en ekki þessir rauðu tveir í miðjunni). Þeir sýna misjafnlega mikla lægðarsveigju yfir landinu.  Hefur í för með sér far lægða og tíð úrkomusvæði sem koma  úr suðvestri. Reyndar er talsverðar líkur samkvæmt þessu á N-áttum (Reg1+Reg6).


Það seinn sýnir spá um frávik hita síðustu vikuna í júlí.  Hitinn á mest öllu norðanverðu Atlantshafinu líður fyrir hringrásini og svalt loftið sem henni fylgir.  Kortið á samt ekki á túlka þetta langt fram í tímann of bókstaflega fyrir sjálft landið. Munur á milli landshluta hefur þannig líka tilhneigingu til að "fletjast út".