ENN EINNI LÆGÐINNI SPÁÐ UNDIR NÆSTU HELGI
Lægðardrög í háloftunum með tilheyrandi kulda sem of oft nær einnig niður til yfirborðs, leiðir til þess að þegar hlýrra loft úr suðvestri reynir að nálgast myndast bara lægð með vindi og úrkomu. Vitanlega líka hlýrra lofti sem "fýkur" hér norður yfir.
Eina slíka má sjá í spákortunum. Lítil bylgja frá Ameríku berst til austurs og með henni sumarhlýtt loft. þegar hún nálgast nær hún að "blómstra" í formi lækkandi loftþrýstings og álitlegrar sumarlægðar.
Stóru spálíkunin, Evrópska reiknimiðstöðin til vinstri á kortinu og Bandaríska GFS spáin til hægri eru nokkuð samtíga með þessa þróun. Skil lægðarinnar fara skv. spáinni yfir seint á fimmtudag og snemma á föstudag með hvassri A-átt og rigningu á mest öllu landinu. Lægðarmiðjan um 985 hPa fylgir síðan í kjölfarið. Að þessu sinni fylgir nokkuð hlýtt loft á Norður- og Austurlandi á laugardag og jafnvel sunnudag einnig. Hins vegar gæti blásið því samfara.