Reykjavík
ESv | 12.05.2019 22:28
ENN OG AFTUR MÓSKA ÚR AUSTRI

Kom akandi að norðan snemma sunnudagskvöldsins. Í Borgarfirði var há og samfelld gráblika yfir fjöllum. Varla sá hins vegar í Skarðsheiðina vegna ryks í lofti. Inn í Skorradal var mökkurinn mikill, en mögulega rigndi þar líka einnig.

Svipað á Kjalarnesi og öskugrátt loftið yfir Höfuðborgarsvæðinu leyndi sér ekki. Þetta er í 7. eða 8. skiptið á síðustu fimm vikum ( frá 9. apríl) sem mengunarmælar sýna yfir toppa PM10 svifryks yfir 100 míkrógrömm miðað við mælinn á Grensásvegi.

Í kvöld sýndi mælirinn tæplega 300 um tíma. Uppruninn var eins og of áður í vor austur á Eldhrauni eða niður með Kúðafljóti. Fínn leirinn úr Skaftárhlaupinu sl. sumar rýkur og þarf ekki nema 8-10 m/s til. Þarna er búið að vera skraufþurrt í um vikutíma ef ekki lengur!

* Línuritið er af vef ust.is