ESv | 12.10.2019 06:31
ÞETTA VERÐUR EITTHVAÐ!

Hagibis fellibylurinn er nú suður af Japan, 3.stigs og með um 945 hPa í miðjuþrýsting.  Samvæmt Japantimes stefnir hann á Tókíósvæðið, en versta veðrið í SA-fjórðingi bylsins fer yfir haf og að mestu fram hjá. 

Spáð er allt að 1000 mm úrkomu í Tókíó.  Það er varla að ég trúi svona tölu! Og flóðöldu vitanlega. Viðbúið að rafmagn fari af borginni, en á sinn hógværa hátt er því miður  sagt að Disneygarðurinn í Tókíó verði lokaður í dag og á morgun! Hann ku vera niður við sjó. 

Eins og ég segi, þetta verður eitthvað að sjá svo öflugan fellibyl stefna svo að segja beint á stórborg.  

Myndin er fengin af Accuweather