ESv | 14.10.2020 10:07
FALLEG FYRIRSTÖÐUHÆÐ

Á spákortinu sem gildir að morgni 15. okt má sjá vel mótaða hæð austur af landinu í loftstraumum 500 hPa flatarins.  Undir henni er líka hæð við yfirborð, um 1035 hPa skammt suðaustur af Íslandi.  Birtingarmynd þess þegar bylgja í vestanvindabeltinu ofrís og "blaðra" af hlýju lofti slitnar frá meginstraumnum.  Með  S-áttinni  vestanlands berst þetta hlýja loft norður yfir land og er hluti þessarar atburðarrásar.  

Um leið og hæðin styrkist hörfa skilin hér vesturundan og smámsaman tekur við niðurstreymi í háloftunum, ský leysast upp og það léttir til.  Á meðan aðstreymið helst, en enn hlýtt miðað við árstímann á landinu en kólnar vitanlega við jörð í heiðríkjunni, meira þegar frá líður og hlýrra loftið einangrast í fjallahæð og þar fyrir ofan. 

Hæðin heldur ekki velli nema kannski í um 2 sólahringa og er því á mörkum þess að geta kallast fyrirstöðuhæð, þó hún sé það vissulega á sinn fallega hátt ! 


Reykjavík - Veðurspá
Í dag,
09:00
0 mm
7 m/s
12:00
0 mm
6 m/s
15:00
0 mm
7 m/s
18:00
0 mm
5 m/s
21:00
0 mm
7 m/s
Á morgun,
09:00
0 mm
4 m/s
15:00
0 mm
4 m/s
Næstu dagar
1919
1 mm
8 m/s
2020
0 mm
3 m/s
2121
0 mm
1 m/s