FROST NÆSTU 10 DAGA
Tiltölulega milt
loftið sem verið hefur á þvælingi vestur af landinu síðustu daga er klárlega að
gefa eftir. Það hefur verið fylgifiskur fyrirstöðuhæðarinnar miklu og á köflum haldið
aftur af kælingu landins, en og sjá mátti t.d. suðvestan- og vestanlands í gær,
þriðjudag.
En nú frá og með 7. desember eru allar líkur á samfelldum frostakafla á landinu næstu 10 daga og mögulega lengur. Fyrst í stað vægt frost a.m.k. við sjávarsíðuna eða jafnvel alveg við frostmark. En síðan herðir kuldinn smámsaman tökin. Spá Bliku er klárlega með frost allan tímann. Í grunninn koma þeir reikningar úr hnattrænni spá GFS frá Bandaríkjunum.
En síðan herðir kuldinn
smám saman tökin. Safnspár Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar eru teknar saman fyrir
Reykjavík. Sýnir líkindadreifingu á 50
samhliða keyrslum. Dreifingin eykst um helgina og í komandi viku, en yfir 75%
spánna eru allan spátímann með hita undir frostmarki. Bláa línan sýnir aðalkeyrsluna sem er í hærri
upplausn en hinar. Hún gerir ráð fyrir talsverðu kuldakast um miðja næstu viku
og frosti allt að 10 stigum. Ótrúverðugt
svo sem miðað við hinar allar spárnar, en maður hefur svo sem séð aðalkeyrslu
ECMWF ná ýmsum frávikum svo sem heimsóknum djúpra lægða fyrr en allar hinar 50
spárnar.
Hitakortið af
Brunni Veðurstofunnar sýnir að um væri að ræða heimskautaloft sem kæmi beint úr
norðri frá ísasvæðum við A-Grænlands. Spákortið
gildir miðvikudaginn 14. des kl. 18 og nærri jörðu fylgdi allhvöss N-átt. Sjáum hvað setur og fylgst verður vel með
þróun mála.
Síðasta kortið sýnir spá um meðalloftþrýsting næstu 10 dagana eða til 17. des. Fyrirstöðuhæðin dregur úr fyrirferð sinni og ber æ meiri svip kaldrar Grænlandshæðar. Þegar svo háttar til á kalda loftið úr norðri greiðari leið til okkar. En meðalloftþrýstingur helst áfram óvenju hár eða um og yfir 1030 hPa næstu 10 dagana eða svo.