ESv | 15.01.2023 11:57
GLITTIR Í HLÁKU

Þær hafa flestar verið villuljós 7-10 daga spárnar frá því að tók að kólna. Það er þær sem sýnt hafa lægð af einhverjum toga við landið með leysingu og lok kuldanna.

Nú er trúlega til staðar meiri “efniviður” í breytingar í reiknuðum spám í morgun. Þær sem gilda eiga í lok vikunnar.

Gert er ráð fyrir breytingum á miðvikudag. Snjókomubakki verður undanfarinn og kemur hann úr vestri og suðvestri. Snjóar þá um kvöldið um landið suðvestan- og vestanvert í fremur hægum vindi og dregur jafnframt úr frosti.  Óljóst er enn hverju þessi bakki skilar.

Á eftir er bylgja af mildara lofti sem ættað er langt úr suðvestri. Frá hafsvæðunum austur af NýfundnalandI, en þar er sérlega milt þessa dagana.  Með bylgjunni slengist skotvindurinn og heimsautaröstin norðar (kort, fimmtudagur kl. 06). Við það nær angi þessa milda lofts yfir landið.  Í spá GFS frá 6 í morgun (sunnudag) má sjá breytinguna í hita í 850 hPa (1.300 m ) frá því snemma á miðvikudag og þar til seint á fimmtudag.Trúlega fer beint í slyddu á fimmtudag í kjölfar snjókomunnar á undan og síðar rigningu. Á föstudag í rúmlega 5 stiga hita sbr. spárit Veðurstofunnar fyrir Reykjavík. Samkvæmt þessum sömu spá hlánar um land allt upp 200-500 m hæð norðantil og spá Bliku sýnir eindregna leysingu á Hellisheiði og talsverða slyddu og rigningu að auki.

Spákort ECMWF á föstudag kl. 00 sýnir líka lægð, en alls ekki djúpa, við suðvestanvert landið. Það eru þvi ekki horfur á verulegri veðurhæð með þessu, en hlákukaflinn verður að teljast nokkuð líklegur.

Leit á allar 50 safnspár frá ECMWF og þær eru langflestar á þessari línu.  GFS spáin bandaríska ríma líka vel við þetta allt saman.

Smærri drættir, t.d. hve ákafur blotinn verður og rigning sem skilar sér með þessu, skýrist betur á morgun og þriðjudag. 

Reykjavík - Veðurspá
Í dag,
09:00
1 mm
4 m/s
12:00
1 mm
11 m/s
15:00
0 mm
11 m/s
18:00
0 mm
10 m/s
21:00
0 mm
10 m/s
Á morgun,
09:00
0 mm
8 m/s
15:00
0 mm
8 m/s
Næstu dagar
0404
5 mm
8 m/s
0505
11 mm
10 m/s
0606
5 mm
10 m/s