HAUSTIÐ 2021 – NOKKRIR ÞANKAR
Þriggja mánaða spár reiknimiðstöðvanna fyrir tímabilið okt-des liggja nú fyrir. Haustveðráttan er mjög breytileg eins og við vitum og sjaldnast er hægt að segja að október, nóvember og desember beri +i heild sinni einhver ákveðin veðurfarseinkenni. Þá kemur það fyrir.
Ytri þættir móta meginhringrásina eða stóru myndina og tengslin eru ekki alltaf ljós, né heldur samverkun á milli þeirra. Nú í haustbyrjun er einkum bent á þrennt í þessu sambandi:
- LA-Nina ástand í Kyrrahafi
í framhaldi af síðasta vetri. Spáð út þetta ár.
- Reglubundin
sveifla í heiðhvolfinu yfir miðbaugssvæðum. QBO er á leið í A-áttar fasa. Forvitnum er bent á frekari upplýsingar hér: https://www.metoffice.gov.uk/weather/learn-about/weather/atmosphere/quasi-biennial-oscillation
- Spár næstu 3 til
4 vikur benda nokkuð eindregið til ákveðinnar haustkomu í N-Rússlandi og
Síberíu. Snjóar þar fyrr og meira en
venjulega skv. sömu spám. Getur haft áhrif á lofthringrásina.
Um þessar mundir er V-áttin í heiðhvolfinu (á 60°N) að ná sér vel á strik. Sjáum það m.a. í auknum lægðagangi hér við landi Því er spáð að vestanvindurinn þarna uppi verði í fínu standi og jafnvel öflugri en að jafnaði fram í október, en þá fari áhrif áðurnefndra þriggja þátta að koma fram í veikari lofthringras (V-átt) neðar í lofthjúpnum. Eða í það minnsta að hökta í stað þess að vaxa nokkuð jafnt og þétt til jóla.
Samantekið
spákort frá 8 reiknimiðstöðvum sem hér fylgir, sýnir nokkuð skýra tilhneigingu
fyrir okt-des. Sjá má lægri stöðu yfir
Skandinavíu og NV-Rússlandi, en hærri austur af Nýfundnalandi og þaðan norður
um Grænland. Hér við land er SV-átt að jafnaði í 500 hPa, en spáin gefur til
kynna frekar meðalvindátt V- eða NV-átt í háloftastraumnum. Þá er oftast kaldara.
Nóvember er
miðjumánuður tímabilsins. Ef leitað er
að svipuðu ástandi síðustu 20 árin og þetta spákort sýnir eru hvað mest líkindi
við nóvember 2017 (sjá þrýstifrávikakort frá Veðurstofunni).
Og hver var tíðin
það haust? Október þótti hlýr og hægviðrasamur,
en fremur þurr vestantil. Í nóvember urðu N-áttir ríkjandi og kalt var í
veðri. Nokkuð snjóaði norðan- og
austanlands. Fremur kalt var áfram í
desember, hæglátt veður, en úrkoma minni en í meðallagi.
Nú er enginn að
segja að veður endurtaki sig með þessu móti, reyndar frekar ólíklegt. En svipbrigði
gætu orðið ef langtímaspárnar sem hér eru viðraðar reynast raunhæfar.
Þess má geta að
árin 2016-17 voru La-Nina ár rétt eins og 2020-21.