HELGARVEÐRIÐ, 19 -21. NÓV

HELGARVEÐRIÐ, 19 -21. NÓV

Helgarveðrið á mannamáli

Hér á Bliku verður í vetur alla fimmtudagsmorgna birtar horfur fram á sunnudag. Þær eru ætlaðar einkum þeim sem ætla að vera á ferðinni og þá að degi til.  Einkum er horft á aðalleiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu norður í land og vestur og firði, en líka austur fyrir fjall og með ströndinni austur á firði.

Með fylgja yfirlitsspákort Bresku Veðurstofunnar (Met Office)  á föstudag, laugardag og sunnudag sem reiknuð eru frá miðnætti á fimmutdag. Öll með gildistíma kl. 12. 

Föstudagur:  Él verða eða létt snjókoma á fjallvegunum norður í land og eins vestur á firði, en hægur vindur. Sunnanlands væg þíða, en él yfir Hellisheið og í uppsveitum Suðurlands við frostmark og hálka líkleg.

Laugardagur:  Komin N-átt og frystir um land allt. Hægur vindur, en dálítil blástur norðanlands og skefur aðeins austan Akureyrar. Einnig él þar, einkum seinnipartinn. Bjart verður annars á landinu.  

Sunnudagur:  Snöggar breytingar verða þegar  hvöss V-átt kemur með mildara loft.  Það hlánar víðast um morguninn og þegar frá líður einnig á fjallvegunum.  Þegar hlýnar svo snögglega geta hæglega orðið aðstæður fyrir flughálku þegar blotnar í snjó og klaka. Einkum á fáfarnari vegum og síðan fjallvegunum.