HELGARVEÐRIÐ FYRIR ÞÁ Á FERÐINNI

HELGARVEÐRIÐ FYRIR ÞÁ Á FERÐINNI

Helgarveður vegfarenda

Föstudagur:  Snjóar suðvestanlands í fyrramálið og til hádegis austur fyrir fjall, ekki vindur og hlánar skart með rigningu um miðjan daginn.  Snjómugga verður víðast vestur á Snæfellsnes og Vestfirði seinnipartinn og eins norður í land. Hægur vindur og því ekki skafrenningur, en samt nokkuð blint á köflum og vitanlega hálka.  

Laugardagur:  Skilin yfir vestanverðu landinu fara til baka eða suðaustur yfir landið.  Hægur vindur, en víða ýmist rigning eða snjór á landinu. Kólnar á endanum.  Nokkur óvissa sem fylgir því að hafa hægfara en nokkuð skörp skil yfir landinu (þau eru hins vegar ekki greinileg á spákortinu!). 

Sunnudagur:  Éljagangur verður víða um morguninn en ekki blástur sem heitið getur.  Um hádegi koma ný skil með snjókomu úr suðri. Hlýnar og fer fljótt í rigningu. Einnig á Hellisheiði, en snjóar víða í eftirmiðdaginn norður í land og vestur á firði.