HORFURNAR ÚT MÁNUÐINN
Hér er að mestu byggt á mánaðarspá ECMWF sem gefin var út að kvöldi 6. jan.
Frá því um áramót hefur V-vindurinn í háloftunum verið að ná sér á strik á norðurslóðum eftir truflanir í straumnum framan af vetri. Getum líka tala um styrk hringrásarinnar. Lægðagangur hefur verið þessa fyrstu viku janúar og með stormurm og illviðri. Fleiri lægðir má sjá á spákortum næstu viku, en líklega fara þær ekki um okkur eins óblíðum höndum og þær síðustu (1., 3. og 6. jan) .
Sýni fjórar myndir og skýringar með.
1.
Skipting styrks V-áttar í 100 hPa hæð til 23. jan. Spá GEFS. Fleiri og fleiri keyrslur hafan í eftir þriðjungi (blátt) eftir því sem kemur fram í mánuðinn. Má með góðu móti túlka sem mælikvarða á atgang lægða, s.s á N-Atlantshafi, en segir lítið um sjálfa lægðabrautina hér við land.
2.
Frávik í 500 hPa fletinum eru á þá lund að stríð SV-átt í hálofunum hér við land telst líkleg og smámsaman styrkr háloftahvirfillinn við V-Grænland sig í sessi. Stundum er sá kallaður Stóri-Boli. Kortið sýnir frávik í spá síðustu viku janúar. Er forskrift að rysjóttu veðri, éljum vestantil og snjó til fjalla.
3.
Loftþrýstifrávikin benda til ríkjandi háþrýstisvæðis suður í Atlantshafi og að vindur á mill SV og NV verði algengur. Gæti orðið stormasamt og með sviptingum í hita. Síðusta vikan sýnir lægri þrýsting hér við land og hærri yfir meginandi Evrópu. Má túlka sem far lægða úr suðvestri á leið hér um.
4.
Sömu spár benda til þess að úrkomusamt verði vestan- og suðvestantil báðar vikurnar. Síður norðaustan- og austanlands. Þessi frávik eru líka vísbending um SV-læga vinda fremur en NA-læga síðari hluta janúar.
Í fjórðu vikunni bendir dreifing safnspáa til þess að um 20-40% líkur sú á að N-átt verði meira áberandi og þá með fremur köldu veðri og hríðum N- og A-lands.