HRÆRIGRAUTUR UM MIÐJAN MÁNUÐ

Langtímaspár sem reiknaðar hafa verið upp á síðkastið eru flestar á sömu lund. Kortið sem hér fylgir gildir 15. október og sýnir vinda í 300 hPa eða nærri flughæð flugvéla. Vel mótaðað skotvinda má sjá yfir Kyrrahafinu og austur yfir N-Ameríku, en Á Altanthafinu verða þeir að einhverjun hrærigraut. Nokkuð lýsandi fyrir horfur næstu vikna. Veikir háloftavindar, því minna um haustlægðir og ferill þeirra afbriðgilegur ef svo mætti segja. Eins ógreinilegir kuldahvirflar yfir Íshafssvæðunum.
Í grennd við Ísland tíð háþrýstisvæði og dagar með meinlitlu veðri. Þetta er spá úr bandaríska líkaninu, en flestar keyrslur evrópsku reiknimiðstöðvarinnar er á svipaða lund og einkennast af því sem kallast neikvæður NAO- vísir og með fremur þurru veðri næstu vikurnar hér á landi.