ESv | 15.11.2021 09:25
HRYÐJURNAR KÆLA SJÓINN

Frá því í gær sunnudag hafa borist með SV-átt, élja- og haglhryðjur, einkum yfir vestanvert landið.

Þó svo að óvíða sé frost á láglendi er loftið samt kalt að upplagi.  Á leið sinni hingað "kyndir" hins vegar sjóriinn og dregur úr kuldanum.  Um leið verður loftið órólegt eða óstöðugt með þeirri afleiðingu að skúra/élja-klakkar myndast.

Athyglisvert er að skoða sérstök veðurkort sem sjá má m.a. í spárunu DMI/IGB af Brunni VÍ.  Það til vinstri sýnir flæði skynvarma frá yfirborði sjávar, þ.e. bein snertikæling.  Við Hvarf nemur hún um og yfir 500 wöttum á fermetra.  Hitt kortið sýnir flæði dulvarma. Það er sá varmi sem þarf til uppgufunar úr sjónum.  Hann losnar síðan úr læðingi þegar rakinn þéttist í skýjaklökkunum.

Þetta er mikið varmaflæði, til saman 500 -1.200 wött á fermetra og verður þess valdandi að lofti hingað komið er um +2 til +4°Cvið sjávarmál.  Frostmarkshæðin þá í 300-400 m hæð og úrkoman nær ekki að bráðna þegar hún "lemst" niður.  

Þá má ætla að þessi eini atburður sem teygir sig frá sunnudegi til þriðjudags nái að kæla yfirborðssjóinn um svona 1/2 gráðu.  Með þessu móti kólnar sjórinn suður og vestur af landinu frá sumarlokum og fram á veturinn. Þessi gríðarmikla varmadæla tapar smám saman afli sínu þegar kemur fram á útmánuði, en er þó alltaf öflug.  Vermagjafinn er hlýr hafstraumur úr suðri.

Sjávarhitakortið er úr ranni ECMWF. Kælingin kemur fram við samanburð korta þar sem bláa tungan suðvestur af landinu verður smámsaman fyrirferðarmeiri.  Kaldi fjólublái sjórinn norður af landinu er til kominn með hafstraumum úr N-Íshafinu, hann er minna saltur og sjávarkuldinn aðfluttur ef svo má segja.

Hvort verði él eða krapaél suðvestanlands, ræst bæði af kuldanum í loftinu sem kemur úr vestri og sjávarhitanum á Grænlandshafi á leið þess til okkar. 


 

 

Reykjavík - Veðurspá
Í dag,
09:00
-2°
1 mm
9 m/s
12:00
-2°
0 mm
5 m/s
15:00
-1°
0 mm
4 m/s
18:00
-1°
0 mm
3 m/s
21:00
-1°
0 mm
1 m/s
Á morgun,
09:00
-3°
0 mm
4 m/s
15:00
-3°
0 mm
4 m/s
Næstu dagar
1111
8 mm
9 m/s
1212
4 mm
11 m/s
1313
1 mm
6 m/s