HVAÐ GERIST EFTIR HÖFUÐDAG?
Höfuðdagur er 29. ágúst. Um það leyti verða oft (en ekki alltaf) umskipti í veðri. Er talið tengjast sumarlokum í háloftunum á norðurslóðum. Þau straumhvörf verða þannig í heiðhvolfinu að í lok þessarar viku (um 26. ágúst) snýst vindur að nýju til V-áttar eftir A-vind þar uppi allt frá því frá því í apríllok.
En hvað má lesa úr framlengdra spá ECMWF sem reiknuð var á mánudagskvöldi?
Vika 2: 28. ágúst til 4. sept. Þó ótrúlegt megi virðast sýnist þráláta háloftadragið í grennd við landið vera horfið. Í stað þess komin hæðarsveigja í straumnum og með háþrýstisvæði fyrir austan land að jafnaði. Þá jafnfram sunnanstaæður og tiltölulega hlýr vindur. Enda sýnir síðasta spákortið afgerandi hlý hitafráviki yfir landinu.
Séu spárnar frá í
morgun (þriðjudag) skoðaðar frá degi til
dags sést að til að byrja með í komandi viku er spáð A- og NA-átt sem jafnframt
verður ekki köld. Enn sést þá í háloftapollinn,
en hann þá kominn suður fyrir land og á undanhaldi. Straumhvörfunum er spáð 31. ágúst eða 1. sept.
Þegar í kjölfar þessa ris bylgja sem kemur úr suðvestri með hlýrra lofti og
hærri loftþrýstingi.
Spá GFS (sú
Bandaríska) gerir ráð fyrir svipaðri atburðarás til mánaðamóta, en að hlýja
bylgjan nái ekki útslagi þarna í kjölfarið. Þess í stað enn einn kuldapollurinn frá
Grænlandi, a.m.k. fyrst í stað.
Það verður spennandi að fylgjast með veðurspánum fram að helgi !