ESv | 01.09.2020 10:55
HVERNIG REYNDIST SUMARSPÁIN ?

Sumarið var kaflaskipt í veðrinu hér á landi og erfitt getur reynst að gefa því einhverja sérstaka einkunn. 

Kalt var framan af júní og vætusamt  en síðari hlutinn hlýr og sólríkur. Miðbik júlí var frekar kaldur um land allt og snjóaið um hásumar í jökla og hæstu fjöll. Hlýnaði síðan síðustu dagana.  Fyrstu 10 dagana í ágúst var mjög rigningarsamt og sólarlítið sunnan og vestanlands, en sumarveður fyrir norðan og austan.  Eftir það gerði einna besta kafla sumarsins fram undir 20. ágúst.   Þá daga mældist líka hæsti hiti sumarsins fyrir austan og nokkrir blíðudagar komu í röð í Reykjavík. 

Meðalhitinn í Reykjavík er 0,2 stigum undir sumarhita síðustu 30 ára, en á Akureyri 0,5 stigum yfir meðallagi.

Sumarspáin (veðurlagsspá ECMWF) gerði ráð fyrir því hiti endaði ólíklega í efri þriðjungi (hlýtt sumar), en meiri líkur á hita nærri meðallagi eða rétt undir.  Engin úrkomufrávik komu fram í spánni, sem túlka má ýmist sem óvissu eða heildarúrkomu ekki fjarri meðallagi árstímans. 

Fyrri myndir sýnir frávik í legu 500 hPa þrýstiflatarins í um 5,5 km hæð.  Mest frávik við Bretlandseyjar og þaðan "lágsvæði" til norðvesturs og yfir Ísland.  Spáin á hinni myndinni sýnir kjarna þessa lágsvæðis nær Íslandi, en lægðarbrautin reyndist oftar en ekki inn yfir Bretlandseyjar.  Þar er stærsta skekkjan í spánni, í stað hæðarhryggs að jafnaði úr vestri að meðaltali var loftþrýstingur markvert undir meðallagi og vætusamt í sumar.   

Þess var líka getið í sumarspánni sem birt var 15. maí að óvissa væri líka  talsverð með legu háloftarastarinnar austur yfir Atlantshafið.  Það koma á daginn, en þar fyrir utan varð hún öflugri en spárnar gerð ráð fyrir.   


Reykjavík - Veðurspá
Í dag,
09:00
0 mm
8 m/s
12:00
0 mm
13 m/s
15:00
0 mm
12 m/s
18:00
0 mm
10 m/s
21:00
0 mm
8 m/s
Á morgun,
09:00
0 mm
5 m/s
15:00
0 mm
4 m/s
Næstu dagar
2222
1 mm
6 m/s
2323
10°
0 mm
7 m/s
2424
0 mm
3 m/s