ESv | 08.06.2021 09:20
Í KALDARA LAGI ÚT JÚNÍ ?


Að undanförnu hafa langtíma spár vart verið á hönd festandi. Sviptingar á milli keyrslna og mikill breytileiki í safnspám.  Þriggja mánaða spár  fyrir júní – ágúst voru þannig út og suður hjá þeim reiknimiðstöðvum sem gefa út slíkar spár. 

En nú bregður svo við að í nýjustu mánaðarspá ECMWF er komin ákveðin staðfesta eða „lína“ sem er trúverðug.  Það þýðir þí ekki endilega að spáin sé betri, heldur frekar að lofthringrásin á norðurhveli er ekki jafn óreiðukennd og hún hefur birst síðustu vikurnar.

Í fyrsta lagi er því spáð talsverðum lægðagangi og hann að mestu fyrir sunnan og suðaustan land. Hringrás sem gæti verið viðvarandi út mánuðinn. Hún einkennist líka af því að háþrýstisvæðið sem alla jafna heldur sig suður á Atlantshafi að sumarlagi er spáð heldur vestar og nær Ameríku en í meðalárferði. Það hefur áhrif hér á landi.

Í öðru lagi kemur fram skýr vísbending í mánaðarspánni um fremur svalar vikur hér á landi og að meira verði um N-lægar vindáttir.   

 

Vika 1:  7: -14. júní

Straumhvörf verða í veðri seint á fimmtudag og föstudag þegar snýst til N-áttar. Útlit fyrir um og innan við 5°C norðanlands á laugardagsmorguninn og frystir til fjalla.  Hlýnar aftur með lægð og rigningu en í kjölfar hennar snýst aftur til N-áttar á sunnudag.

Vika 2: 14. – 21. júní

Fremur djúpar lægðir verða á hringsóli fyrir sunnan og suðaustan landið.  Ríkjandi NA-átt og svalt í veðri, einkum kalt framan af.  Rigningar norðan og austanlands, mest eftir miðja vikuna, en úrkomulítið suðvestan- og vestantil.

Vika 3: 21. – 28. júní

Um 60% líkur eru reiknaðar á N- eða NV-átt í háloftunum. Áfram fremur svalt  og þá frekar N-áttir en ekki mikilli úrkoma.  Þokusælt verður þá við sjóinn norðan- og norðaustanlands, en bjartir dagar sunnan og vestantil.  Líklega þó talsvert um síðdegisskúrir. Það eru ekki metnar er um 10-20% líkur á  S-áttum með hlýindum.

Vika 4:  28. júní – 5. júlí

Minnkandi spágeta, en reiknaða mestar líkur á V-átt í háloftunum og heilt yfir hita undir meðallagi árstímans. Meiri óvissa um úrkomu.  

Reykjavík - Veðurspá
Í dag,
09:00
0 mm
19 m/s
12:00
0 mm
22 m/s
15:00
2 mm
16 m/s
18:00
2 mm
16 m/s
21:00
1 mm
14 m/s
Á morgun,
09:00
0 mm
5 m/s
15:00
-1°
0 mm
6 m/s
Næstu dagar
0606
5 mm
10 m/s
0707
-3°
0 mm
10 m/s
0808
4 mm
10 m/s