ESv | 28.04.2021 11:04
KÓLNAR OG VARLA DEIGUR DROPI ÚR LOFTI

Horfur næstu 10 daga eða svo eru afar eindregnar:

1. Í háloftunum verður samfelld N-átt vegna hæðar í vestri.

2. Kólnar frá því sem verið hefur. Snjóar um og eftir heldiga í fjöll norðan- og norðaustanlands og tíð næturfrost í byggð.

3. Afar þurrt verður og varla hægt að tala um að deigur dropi falli úr lofti sunnan- og suðvestantil.


Kortin sem fylgja eru 10 daga spár til 7. maí.  Annars vegar eru sýnd hitafra´vik laofmassans.  Ísland er í jaðri vorkulda sem ná yfir Skandinavíu og suður í V-Evrópu þessa daga. Bæði kalt og vott á Bretlandseyjum skv. þessu.  Hitt kortið sýnir meðalloftþrýsting og frávik úrkomu.  Á meðan úrkomu er spáð ofan meðallags norðanlands verður afar þurrt víðast annars staðar á landinu.

Og hvenær skyldu háloftavindar snúast?   Líkur fara vaxandi á V-lægari vindum um og upp úr 10.maí.  Ekki er þó víst að það hafi umtalsverðar breytingar í för með sér.