LANGTÍMASPÁ ÚT FEBRÚAR
Þorratunglið
kviknaði 21. janúar daginn eftir bóndadag.
Kviknaði í vestri. Veðurklúbburinn á Dalvík sem var og hér forðum daga endurlífgaði
eldri norðlenska þjóðtrú, að sú átt verði ríkjandi með nýkviknuðu tungli. Nú kviknaði það í vestri
Sum sé V-átt ríkjandi
á þorra. Hingað til hefur talsvert borið á vestlægum áttum og í það minnsta verið
fremur lítið um A- og NA-áttir sem að
jafnaði eru fremur ríkjandi á þessum árstíma.
En hvað segir
langtímaspáin?
Lítum á mánaðarspá
Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar, fimmtudagskvöldið 9. feb.
Vika 1: 13. til
20. feb.
Lægðir munu áfram
koma úr suðvestri. Mögulega fjórar: á mánudag, þriðjudag (lægðabylgja á
skilum), á föstudag og sunnudag. Trúlega
munu þær ekki flokkast sem meiriháttar. Leysing lengst af, kólnar heldur undir
helgi, en hlýnar síðan aftur. Markvert hlýrra en í meðallagi. Ríkjandi S- og SV-áttir og klárlega spáð úrkomusömu
sunnan- og vestanlands (kort).
Vika 2: 20. til
27. feb.
Því er spáð að meginháþrýstivæði næstu viku, reki frá meginlandi Evrópu til norðvesturs út á Atlanshaf. Um 60% safnspánna reikna með slíku reki. Aðeins um 10-15% þeirra að áframhald verði á lægðaganginum. Fari svo að hæðin verði hér suður- eða suðvesturundan breytist veðrið verulega. Ríkjandi vindátt verður á milli SV og NV. Hita er spáð nærri meðallagi. Kaldara fyrir norðan og stutt þá í hlýrra loft þá suðurundan. Fylgir að þurrt verði suðaustan- og austanlands.
Uppi í heiðhvolfinu verða nú að teljast verulegar líkur á því að þar verði skyndihlýnun eins og hún er kölluð um 15. febrúar. Hlýnun þar uppi hefur verið í farvatninu í langtímaspám frá því um áramót, en runnið út í sandinn, þar til nú. Skyndihlýnun eða SSW, hægir á heimskautahringrásinni og skotvindinum. Hins vegar tekur veikingu V-vinda í heiðhvolfinu gjarnan 10-14 daga að ná niður í veðrahvolfið. Síðasta korti sýnir frávik vindáttar í 850 hPa (um 1.250 m). Meira um V-áttir og minna um A-áttir.
Enda er það svo
að mánaðarspáin í byrjun mars er út og suður og fátt þar á hönd festandi. Líklega
umpólun vinda uppi í heiðhvolfinu á líklega
mikinn þátt í greinilega minnkandi spágetu í 3. Vikunni, þ.e í byrjun mars.