ESv | 22.11.2021 08:11
LÍNUR ÚT NÓVEMBER

Útlit er fyrir þónokkrar sviptingar frá degi til dags og ekki farið nánar hér í þá sálma. Hægt er að fletta í gegn um spár Bliku eða Veðurstofunnar. 

Stóra myndin í háloftunum er hins vegar áhugaverð!  

Sjáum hér á kortum af Brunni Veðurstofunnar annars vegar meðalástand síðustu 10 daga.  Kunnuleg staða. Azoreyjahæðin hefur legið vestarlega og með hrygg inn yfir Bretlandseyjar. Þar hafa mælst sérlega mildir haustdagar að undanförnu. 560 dam línan markar norðurmörk  lofts af tilteknum hitagæðum.  Yfir Grænlandi hefur verið heldur lægri staða 500 hPa flatarins. Hjá okkur er afleiðingin sú að SV-áttin í háloftunum var heldur stríðari en að jafnaði. Úrkomusamt og illviðrislægðir á sveimi við landið (sú um þar síðustu helgi telur hér með).

Hitt kortið er síðan spáin.  Azoreyjahæðin styrkist í sessi og vægi hennar flyst til vesturs og norðurs.  560 jafnhæðarlínunni er spáð langleiðina til Grænlands.  Stundum köllum við þetta stýflu eða fyrirstöðuhæð á Atlantshafinu. Slíkri stöðu veðurkerfanna fylgir oftast á veturna kólnandi veður heilt yfir á meginlandi Evrópu.  NV-átt að jafnaði í háloftunum veldur líka kólnandi veðri hér, en suma dagana nær reyndar að sullast yfir okkur milt loft ættað frá hæðinni í suðvestri.

Meðalþykktin er hitavísir.  Hún er ekki sýnd, en má lesa af öðru korti úr sömu spárunu.   Gildi hennar (529 dam) í spánum samsvarar í Reykjavík meðalhita þessa 10 daga rétt ofan frostmarks. Mögulega um +0,2 til +0,5°C.  Það yrði þá markvert kaldara en síðustu 10 daga.  Fari svo verður meðalhiti nóvember í Rvk. um 0,7°C undir meðaltalinu 1991-2020, en hann reiknast +2,5°C.  


  

Reykjavík - Veðurspá
Í dag,
09:00
-2°
1 mm
9 m/s
12:00
-2°
0 mm
5 m/s
15:00
-1°
0 mm
4 m/s
18:00
-1°
0 mm
3 m/s
21:00
-1°
0 mm
1 m/s
Á morgun,
09:00
-3°
0 mm
4 m/s
15:00
-3°
0 mm
4 m/s
Næstu dagar
1111
8 mm
9 m/s
1212
4 mm
11 m/s
1313
1 mm
6 m/s