LITLAR BREYTINGAR TIL 13.MAÍ

Þegar þetta er skrifað að kvöldi 3. maí er að sjá hálfgerða einstefnu í langtímaspám.
Allar líkur eru á svipuð veðri áfram. Spákort ECMWF sýnir stöðuna í 500 hP, mánudaginn 10. maí. Fyrirstöðuhæð enn yfir Grænlandi og hér enn ríkjandi háþrýstavæði. N-átt í háloftunum og enn bæði þurrt og fremur kalt. Næturfrost áfram tíð. Þau ásamt skorti á vætu veldur því að gróðurframvinda verður enn hæg.
Þó ekki beinlínis hret, heldur þurranæðingur nánast út í eitt.
Eftir 13. maí má sjá nokkra möguleika. Sá líklegasti reiknar með vindsnúningi í háloftunum til SV - en áfram hár þrýstingur, þurrviðri enn og sólríkt en hlýnar þá eitthvað og dregur úr næturfrostum. Möguleiki er einnig á grunnum lægðum með vætu og S-átt, en sennilega ekki fyrr en eftir miðjan mánuð. Hann reiknast smár.
Rek hæðarinnar til austurs er einn möguleikinn og heldur stærri (20-30%) þ.e. er frá Grænlandi til Skandinavíu um og upp úr 13. maí. Slík breyting mundi á endanum leiða til sunnanáttar. Þá er ótalinn sá möguleikinn sem sem kalla má svipað veðurlag í einhverja daga til viðbótar!