MEÐ ALLRA DÝPSTU LÆGÐUM

MEÐ ALLRA DÝPSTU LÆGÐUM

Með hálfgerðum trega sneiði ég hjá hraðfara mánudagslægðinni sem "aðeins" er spáð 958hPa yfir landinu austanverðu. En sú sem á eftir fer og spáð í kjölfarið er allrar athygli verð.

Sjáum í hnattrænu líkönum reiknisetranna lægðarmiðju um 940 hPa við Snæfellsnes á þriðjudag, 7. janúar kl. 18. GFS líkanið bandaríska reiknar dýptina um 938 hPa og feril hennar áþekkan og hjá Evrópsku reiknimiðstöðinni.

Ef þessi spá gengur eftir skellur á okkur mikill vestanhvellur sunnan lægðarmiðjunnar þar sem kalt loftið vestan að þrengir sér undir mildara loft við miðju lægðarinnar.


Berum saman keyrslur þriggja spálíkana kl. 12 á þriðjudag af kortum sem fengin eru af Brunni VÍ.

Við sjáum að öll þessi líkön gera ráð fyrir svipuðum ferli og dýpt í sínum 60 tíma spám.

Þessu til viðbótar mætti sýna sambærilegar spár frá 4. GEM (Kanada), 5. ICON (Þýskaland), 6. JMA (Japan), en þessi þrjú hnatrænu líkön eru til víðbótar hinum öll á svipuðum nótum.  Áhugasamir geta flett hér:  https://www.wetterzentrale.de/en/topkarten.php?map=1&model=gem&var=1&time=60&run=0&lid=OP&h=0&tr=3&mv=0


1. GFS.  Lægðamiðjunni spáð um 939 hPa úti fyrir Faxaflóa.


2. ECMWF:  Miðjunni er spáð 940 hPa vestur af Reykjanesi.


3. UKMO: - Breska Veðurstofan  938 hPa suðvestur af Snæfellsnesi.