ESv | 05.01.2021 11:13
MEIRI ÓVISSA Í 10 DAGA SPÁM

Dagurinn í dag, 5. janúar er dagur skyndihlýnunar í heiðhvolfi norðuhvels, þ.e. í 20-30 km hæð.  Ágæt reynsla er fyrir því að breytingar verði á skipan veðurkerfanna í kjölfarið.  Þ.e. 5 til 10 dögum síðar. Ennfremur sæmilega stöðgt veðurlag þá í framhaldinu í 15 og upp í 45 daga.


En við skjóta yfirferð á ýmsum langtímaveðurspám kemur fljótt í ljós að veðurlíkönin eiga ekki auðvelt með að höndla þessa stöðu sem upp er komin.  Í innslögum þeirra sem fjalla mikið um þessi mál er gjarnan talað um Grænlandshæð, kulda í Evrópu, vetrarsnjó þar o.s.frv.  En fátt er fast í hendi í þessum efnum í það minnst enn sem komið er. 

Sýnd er svokölluð klasa- eða líkindaspá frá Evrópsku Reiknimiðstöðinni sem birt er á Brunni Veðurstofunnar. Tekin úr miðbik næstu viku (15. jan) þegar áhrif skynihlýnunnar ættu að vera komin skýrt fram. Talsverður breytileiki í spánum en þrjár meginsviðsmyndir fyrir veður vikunnar eru til staðar.  Þessar myndir sýna spá um stöðum 500 hPa flatarins og frávik frá meðatali.

Önnur mynd sem Simon Lee veðurfræðingur útbýr daglega, sýnir styrk V-áttar hærra uppi, þ.e. í 100 hPa þeýrifletinum.  Þarna er líka byggð á líkindum og úr GEFS spá Bandaríksku Veðurstofnunnar.  Í fyrra um þetta leyti var slík spá helblá í janúar, þ.e. styrkur V-áttar eftir 60°N var í öllum tilvikum í reknuð í efri þriðjungi.  Nú er hún eindregin í hina áttina, þ.e. styrkurinn reiknast í neðri þriðjungi.  Í raun öfug eða A-átt í sumum tilvikum.  Þessi spá segir líka sýna sögu þar sem hægja mun á allri hringrásinni.  

Óvissan er hins vegar með nákvæma birtingarmynd nærri yfirborði, í það minnsta hér við N-Atlantshafið.