Reykjavík
ESv | 12.04.2019 22:16
MIKIÐ ÁSTAND

Öllu flugi vestur um haf á vegum Icelandair er aflýst vegna veðurs á Keflavíkurflugvelli. Forsagan er vitanlega vandræði fyrr í dag við að afgreiða flestar vélar frá Evrópu vegna reglunnar um 50 hnúta vind (24-25 m/s) í hviðum.

Farþegar biðu út á braut við "vagg og veltu". Enn er mjög hvasst á vellinum og kl. 21:30 47 hnútar og 62 í hviðum. Stendur fram yfir miðnætti, en þá lægir. Hvessir aftur síðdegis á morgun.

Heldur betur fréttnæmt að búið sé að aflýsa flugi vegna þessa, 13 eða 14 flug sýnist mér hjá Icelandair og þá eru önnur flugfélög s.s. Wizz air, ótalin.

Nokkuð viss að þetta sé mesta rask á Keflavíkurflugvelli frá illviðrinu sunnudaginn 11. apríl 2011. Nú föstudagur fyrir pálmasunnudag og fjöldi fólks á leið í frí yfir páskana !!