MILT EN SVEIFLUR Í HITA

MILT EN SVEIFLUR Í HITA

Síðustu daga hefur verið byggjast upp staða sem einkennist af S-stæðum vindi í háloftunum  þar sem óvenju milt er miðað við árstíma fyrir austan land og svalt fyrir vestan.  Ekki þó sérlega kalt.

Lægðir og aðrar smærri bylgjur hlykkjast til norðurs hér nærri landinu.  Stundum nær milda loftið til landins, eins og í dag og skömmu seinna kemur það svalara úr vestri. Það verða hitasveiflur, jafnvel þó lengst af sé vindáttin suðlæg. Á Vesturlandi var hiti um frostmark í gærmorgun (8. nóv), +9°C í dag og á morgun er spáð +3 til +4°C. Seint á á miðvikudag kólnar niður undir frostmark  og aftur 5 til 7°C á fimmtudag. 

Sérkennileg dægur sveifla hitans sem stjórnast af öðru en sólargangi! 

"Veðurveðbankar" spá 65% líkum á þvó að vestræna svala loftið nái yfirhöndinni í næstu vikunni, en 35% líkur á áframhaldandi sveiflum hér við land. 

* Kortið sýnir skotvind í 300hPa, spá 10 nóv kl. 12 og af Bunni Veðurstofunnar.