MIÐNÆTURKEYRSLURNAR - SAMANBURÐUR
Hér má sjá á sömu mynd annars vegar nýjustu spákeyrslu ECMWF (tv) og GFS (th). Það hafa orðið sýnilegar breytingar og vægi meginlægðarinnar liggur austar yfir landinu. Það þýðir að vindáttin verður frekan N eðan NA og versta veðrið ekki bundið við Vestfjarðakjálkann og Breiðafjörð, heldur ekki síður Norðurland.
GFS spáin er með lægðina ívið dýpri kl. 18 á morgun eða 947 hPa. Sést ekki vel á þessu korti, en önnur unnin upp úr sömu líkankeyrslu sýnir miðju lægðarinnar aðeins vestar og sunnar (Yfir Landmannaafrétt eða svo). Það gæti munað þó nokkru upp á veður að gera, séstaklega vestanlands. En líka hvar á landinu það verður illskeyttast.
Breytir því hins vegar ekki að skv. þessu verður stórhríðarverður um mest allt norðanvert landið og vindur víðast a.m.k. 20-25 m/s og jafnvel meiri.
Blika tekur mið af keyrslum GFS og Veðurstofan af ECMWF. Þessi munur sést t.a.m. í spá fyrir Reykjavík
Reykjavík kl. 18 á þriðjudag:
Blika: 25 m/s.
VÍ: 21 m/s.
Blönduós kl. 18 á þriðjudag:
Blika: 26 m/s. Úrk. 40 mm (byrjar að snjóa um kl. 8).
VÍ: 26 m/s. Úrk. 20- 25 mm.
Steingrímsfjaðarheiði kl. 18 á þriðjudag:
Blika: 25 m/s. Úrk. 4 mm (undarlega lágt gildi!)
VÍ: 28 m/s. Úrk 28 mm.