MJÖG HLÝTT, EN VARLA HITAMET

MJÖG HLÝTT, EN VARLA HITAMET
Það getur alveg farið svo að hitinn nái 28 og jafnvel 29°C þar sem best lætur í dag, mánudag og á þriðjudag.
En mér þykir ólíklegt að hann fari hærra en það og landshitametið frá 1939 er þá ekki í hættu að þessu sinni.
Síðstu alvöru atlögurnar að því var gerðar: í júlí 1991 (Jaðar, Hrunamannahr., 30,0°C), í ágúst 2004 (Egilsstaðaflugvöllur 29, 2°C) og í júlí 2008 (Þingvellir 29,7°C). 2021 mældist yfir 29 stiga hita á Hallormsstað en í mínum huga er það vafasöm mæling.
Þrjár ástæður fyrir því að hitametið sé vat í hættu nú.
1. Hitagæði loftsins hafa aðeins verið að gefa eftir í spánum.
2. Þar sem hlýjasta loftið verður, þ.e. yfir Norðaustur- og Norðurlandi kemur jafnframt til með að anda aðeins af hafi (á morgun, mánudag og þriðjudag). Dregur augljóslega úr mesta hitanum, þó síður langt inni í landi.
3. Höfum hugfast að við verðum líklega í jaðri hlýju hæðarinnar. Fyrir vikið verður ekki þetta kærkomna niðurstreymi með hlýjasta loftinu að ofan líkt og varð hér í hitbylgjunni í maí. Slíkt þarf oftast til að lyfta hitanum í hæstu hæðir að sumarlagi, saman með sterku sólskini. Þær aðstæður hafa verið til staðar í Skotlandi og V-Noregi.
Í snörpum 30 stiga hitabylgjum 1911 og 1939 var loftþrýstingur markvert hærri en nú og hitabólgin háþrýstisvæðin bárust nánast yfir landið.
Höfum samt hugfast næstu daga að hitamælar í dag eru margir og á athugunarstöðvum eru ekki alltaf staðalskilyrði til hitamælinga. Á vegagerðarstöðunum flestum er þannig undirlagið oft melur og gjót, en ekki gras. Sumar stöðvar eru sokknar í skóg eða annann gróður og því ekki á æskilegu opnu svæði. Á jafnvel við um stöðvar Veðurstofunnar.
Svo eru þær alla veganna stöðvarnar í einkaeigu þar sem mælingar eru myndaðar og settar út á netið.
En engu að síður er verður veðrið spennandi næstu daga:) Kæmi mér ekki á óvart að hæsti hitinn verði á Suðurlandi við þessar aðstæður og það á morgun mánudag. 28 og kannski 29 stig þar sem best verður (á viðurkenndri stöð).