ESv | 01.08.2020 08:38
MYNDARLEGASTA SUMARLÆGÐ

979 hPa á miðnætti suður af landinu og mjög áberandi á veðurkorti Bresku Veðurstofunnar aðfaranótt laugardags.  Miðjan hreyfist til norðurs og kemur til með að skipta sér.  Í kvöld verður önnur miðjan skammt úti fyfir Norðurlandi og hin sunnanlands (yfir Rangárvöllum).  Flatbotna eðlið gerir það að verkum að vindur verður víðast  hægur nema helst á Austfjörðurm (S-átt) og norðanverðum Vestfjörðum (NA-átt).

Rignir talsvert suðaustanlands með áverðursvindinum þar og síðar einnig norðantil á Vestfjörðum.  Annars á landinu fylgja lægðinni dálitlar slembiskúrir hér og þar.  Á milli hins vegar lengri þurrir kaflar og þokkalega milt þó engin eftartektarverð hlýndi fylgi nú þessari Verlunarmannahelgarlægð.