NÓV-JAN VEÐURLAGSSPÁ ECMWF
Talsvert er spáð og spekúlerað þessa dagana um að vestanvinda hringrásin á N-hveli fari hægar af stað nú í vetrarbyrjun en fyrir ári þegar hún keyrði sig hratt upp.
Nú höfum við ólíkt því sem var í fyrra La-Nina kalt ástand í sjónum í Kyrrahafi við miðbaug. Hefur áhrif á styrk og legu háloftarastanna, en ekki alltaf þau sömu. En oft haloftaröstin norðar og með tæðari lægðagangi við Aljútíneyjar og Alaska. Slíku er spáð nú.
500 hPa háloftastaða (1) í þriggja mánaða spá ECMWF fyrir nóv, des og jan gerir líka ráð fyrir hárri stöðu og éinsleitum jákvæðum frávikum á stórum svæðum vestur og suðvestur af landinu.
Samsvarandi kemur fram á spá fyrir loftþrýsting (2) á jörðu niðri jákvætt frávik vestur- og suðurundan. Þetta tvennt er til marks um að minna verði um a.m.k. djúpar vetrarlægðir en í meðalári í vetrarbyrjun. Jafnvel algengum fyristöðuhæðum yfir Grænlandi?
Úrkomufrávik á þriðja kortinu benda líka til að þurrara verði en að jafnaði suðvesturundan og nær þess vegna til vesturhluta landins einnig. Meðalúrkoma gæti þar hafnað í lægri þruðjungi. Takið eftir hvað spáð er afgerandi úrkomusömu við Eystrasalt!
Að síðustu er kort með líklegustu hitafrávikunum (4). skv. spá Evrópsku Reiknimiðstöðvarinnar. Lítið útslag kemur fram á okkar slóðum. Og þó, 40-50% líkur á að meðalhiti hafni í lægri þriðjungi vestantil á landinu. Ef þetta er túlkað saman með úrkomunni mætti álykta að heiðríkja með útgeislun og köldu yfirborði þessa skammdegismánuði yrði algengara veðurlag en að jafnaði. Þá væntganlega samfara tíðum háum loftþrýstingi og þurru lofti ættuðu frá norðvestri og norðri.