ESv | 23.04.2021 11:05
NÝ OFUR-VEÐURTÖLVA HJÁ BRETUM Í SAMSTARFI VIÐ MICROSOFT
Breska veðurstofan (The Met Office) ætlar sér að taka í notkun eina af 25 öflugustu tölvum heimsins næsta sumar. Breska stjórnin setur 1.2 milljarða punda til verkefnisins og samningurinn við Microsoft kveður á um það að búnaðurinn verði uppfærður næstu 10 árin þar á eftir.

Þessi öfluga veðurtölva Bretanna kemur m.a. til með að keyra fínkvarða spár á klst fresti fyrir Bretlandseyjar. Henni er ætlað einnig að efla hvers kyns líkindaspár sem þarfnast mikillar reikngetu. Bresku veðurspálíkönin hafa reynst vel, hér í eina tíð voru þau meira til stuðnings í spágerð hér á landi, en í síðar hefur orðið. Spárnar eru samt góðar, en aðgengi að spágögnunum mætti vera betra.

En ofurtölvunni er líka ætlað mikið hlutverk í veðurfars- og loftslagsrannsóknum, en þar hafa Bretar staðið framarlega í áranna rás. Kannski styttist í draum Tim Palmers rannsóknaprófessors í Oxford um getuna til að reikna fínkvarða loftslagsspár 100 ár fram í tímann!

Tölvan mun samanstanda af 1.5 milljónum örgjörvakjarna og reiknigetan sögð vera 60 petaflop á sekúndu.