Sveinn Gauti Einarsson | 20.11.2020 13:12
NÝJAR UPPLÝSINGAR Á BLIKU

Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á Bliku. Helst felast breytingarnar í því að hvimleiðar villur og gallar hafa verið lagaðir. Um var að ræða það að það kom fyrir að ekki var hægt að sjá spár fyrir alla dagana og að vitlaus litur fylgdi hitastigi. Nú á allt að virka sem skildi.


Einnig var bætt við upplýsingum um sólarupprás og sólsetur fyrir alla spástaði. Fyrst um sinn er eingöngu hægt að sjá upplýsingar um stöðu sólar fyrir fyrsta dag spárinnar, þ.e. daginn í dag hverju sinni. Ætlunin er að bæta við frekari upplýsingum um sólargang fram í tímann þegar fram líða stundir.

Myndin sýnir sólargang á Þingeyri fyrir daginn í dag. Dagurinn er orðinn ansi stuttur. Reikningar um sólarupprás og sólsetur tekur landslag inn í myndina. Þannig skyggir Sandafell, sunnan við byggðina á Þingeyri, á sólina sem veldur því að sólin sést í styttri tíma en tímasetningar um sólarupprás og sólsetur segja. Þetta á við víða um landið þar sem fjöll skyggja á sólina.

Auk þessa var bætt við nýjum veðurlíkönum. Nánar verður fjallað um þær breytingar á næstu dögum.