NÝJASTA KEYRSLAN BÆTIR FREKAR Í EN HITT

NÝJASTA KEYRSLAN BÆTIR FREKAR Í EN HITT

Miðnæturkeyrslan hjá Evrópsku reiknimiðstöðinni er trúverðug. 

Lægðin er úti fyrir sunnanverðum Austfjörðum í morgun um 962hPa.  Kl. 12 er henni spáð nærri Vopnafiði 958hPa.  Síðan verða feriðr miðjunnar til vesturs og svo til suðurs.  Hún tekur sem sagt snúning eða lykkju yfir landinu austanverðu og er spáð eins og kortið sýnir kl. 18, 951hPa yfir Öræfajökli  eða þar um bil.

Sérlega skeinuhættur ferill djúprar og krapprar lægðar.  Enda sést vel þéttleiki þrýstilínanna nokkru vestan og norðan miðjunnar.  Þar verður hann þessi slæmi vindstrengur sem spár og viðvaranir dagsins byggjast á.  Ásamt vitanlega skilunum með allri úrkomunni sem vindast umhverfi þessa lægðamiðju. Það að miðjan fari þetta vestarlega á snúning sínum veldur þéttari þrýstilínum og að auki var í síðstu keyrslu (09.des kl. 12)  var þrýstingur í lægðarmiðju ívið hærri eða 956hPa í stað 951hPa kl. 18 í þeirri nýju.

Hún er hins vegar ekki ein á ferð, því að skilunum er önnur myndun og sjálfstæð lægð sem kemur úr austri upp að norðausturlandi í fyrramálið og viðheldur þessum feykiöfluga norðanstreng og þar með ofankomunni.  

Af hverju tek ég hvað mest mark á þessari spá sem og systurlíkanininu bandaríska, GFS?  Það er vegna þess að það eru hnattræn veðurlíkön sem reikna á stærri kvarða og eru líkleg til að fanga dýpkun og leiðir lægða sem eins og þessarar sem er jafnframt í örum vexti.  Fínni kvarða líkön fyrir landið og miðin byrja á því að sækja sér grunnupplýsingar til einhvers af hnattrænu veðurlíkönunum.