ESv | 21.06.2022 08:33
ÖLDUGANGUR Í REYNISFJÖRU

í kvöld er spáð mikilli öldu í Reynisfjöru og enn frekar á morgun.  Ölduspá Bliku gerir ráð fyrir 3,7 m ölduhæð um miðjan daginn á morgun.  Talan 3,7 m miðast við ölduhæð um 2 sjómílur úti fyrir ströndinni, en samanburður við gögn gefur til kynna að þett sé með því meiri sjógangi í júní.

Áhugavert kort sem kemur að gagni í þessu samhengi frá Evrópsku Reiknimiðstöðinni.  Það gefur til kynna ölduorkuna í einingunni kW/m. Í raun orkuflæði  sem til verður yfir allar öldulengdir og strefnur á hverjum stað fyrir sig.   Mælir t.d. orku öldu sem skellur á stönd.  Orka allra bylgna eykst nokkurn veginn í öðru veldi af útslagi þeirra (þ.e. ölduhæðinni) 

Kjarna orkuflæðis öldu, 80-120 kW/m er þannig spáð undan Suðurlandi kl. 6 í fyrramálið. 

Ölduspár á Bliku má nálgast hér: https://blika.is/spa/499

Smella þarf á spá fyrir viðkomandi dag. Reykjavík - Veðurspá
Í dag,
15:00
11°
0 mm
14 m/s
18:00
11°
0 mm
12 m/s
21:00
10°
0 mm
9 m/s
Á morgun,
09:00
0 mm
9 m/s
15:00
11°
0 mm
5 m/s
Næstu dagar
0909
11°
0 mm
12 m/s
1010
11°
2 mm
7 m/s
1111
10°
1 mm
3 m/s