ESv | 14.06.2022 07:59
ÖLDUSPÁR FYRIR REYNISFJÖRU Á BLIKU

ÖLDUSPÁR FYRIR REYNISFJÖRU Á BLIKU

Ölduspár hafa eðlilega mjög hagnýta þýðingu í Reynisfjöru.  Þegar valinn er staðurinn Reynisfjara á Bliku kemur nú auk veðurspárinnar sérútbúin ölduspá.  Um er að ræða spá um ölduhæð úti fyrir ströndinni í föstum ákveðnum reiknipunkti.  Gögnin koma frá opinni gagnamiðlun hjá norsku Veðurstofunni (Met.no). Spáin er reiknuð í 3 km reiknineti einu sinni á dag. 

Spáin er birt eins og mælaborð.  Spágildið er borið saman við safn gilda úr endurgreiningu öldufars (ERA5 hjá ECMWF)  suður af landinu áratugi aftur í tímann. Núna er mikðað við meðalrófið í júní, en í júlí breytist það og svo koll af kolli.  Öldurófið hefur Weibull-dreifingu með löngum hala til hægri, líkt og dreifing vindhraðans. Skiptum í þriðjunga. Sá græni er með 25% lægsta safn öldunnar, sá guli er með 50% miðjuna og rautt er ölduhæð sem kemur fyrir í hæsta fjórðungnum. Í júní liggja þessi efri mörk við um 1,4 m ölduhæð.  Hærri alda en það kemur því að jafanaði fyrir í um 25% alls tímans. Venja er að tala um kenniöldu í tengslum við ölduhæð, því öldurófið sem t.d. skellur á ströndinni er nokkuð breytilegt eins og allir vita sem  fylgjast með öldugangi í fjöru um stund.  Rétt er að hafa í huga að fleira en sjálf ölduhæðin hefur áhrif á aðstæður í Reynisfjöru og almennt við suðurströndina.  Öldulengdin (sveiflutíminn) hefur þýðingu. Undiraldan er löng og aflmikil. Líka öldustefnan og áhrif stefnunnar tengist líka fallstraumum við ströndina.  Þá má nefna sjávarhæðina og sjávarföllin. Ölduhæðin er þó afgerandi þáttur og í tilviki Bliku er það spá kenniöldunnar nokkuð úti fyrir ströndinni.

Hér er slóð á síðu Vegagerðarinnar um viðvörunarkerfi og ölduspá sem þróuð var fyrir nokkru. Kennialdan þar er almennt lægri í því kerfi þar sem spápunkturinn hjá Bliku er staðsettur heldur utar:

   https://www.vegagerdin.is/vs/olduspa-a-grunnslod/?startPlace=5

Veðurvaktin hafði fyrir nokkru sótt mikið magn öldugagna úr endurgreiningu umhverfis landið síðustu áratuginu. Þau voru því til reiðu og auðvelt reyndist að sækja spágögnin.  Því var tiltölulega lítið mál að setja kerfið upp og til birtingar.  Spárnar eru opnar og öllum aðgengilegar.  Spárnar eru alls ekki hugsaðar sem  heildstætt viðvörunarkerfi, en ættu engu að síður að gagnast einkum leiðsögumönnum og fararstjórum hópa.  En líka ferðamönnum á eigin vegum.  Stefnt er einnig að útgáfu ölduspárinnar á ensku útgáfu Bliku sem er á:  wet.is.   

Ölduspár á korti má líka nálgast hjá Vegagerðinni á sjolag.is Reykjavík - Veðurspá
Í dag,
09:00
0 mm
9 m/s
12:00
10°
0 mm
8 m/s
15:00
11°
0 mm
5 m/s
18:00
11°
0 mm
4 m/s
21:00
11°
0 mm
3 m/s
Á morgun,
09:00
12°
0 mm
9 m/s
15:00
12°
0 mm
13 m/s
Næstu dagar
0909
11°
0 mm
12 m/s
1010
11°
2 mm
7 m/s
1111
10°
1 mm
3 m/s