ORSAKASAMHENGIÐ - MEIRA TIL GAMANS
Mikið er spáð og spekúlerað með ýmis tengsl í veðrinu. Nú hefur einum snillingnum (Matt Hugo) hugkvæmst að skoða tvo óskylda veðurþætti saman, finna hvernær þeir haffa fallið saman í nóvember á 30 ára tímabili og setja niðurstöðu fram sem tölfræðilega spá. -Í sjálfu sér ekki vitlausara en margt annað -
1. Hann gefur sér að nú er La-Nina í Kyrrahafinu. Tregbreytanlegt ástand og stendur í mánuði.
2. Madden-Julian sveiflan (MJO) yfir miðbaug á sér 8 andlit og hvert um sig með sitt númer. Nú er því spáð eftir hlutlaust ástand meira og minna frá því í október stefni MJO í fasa 5, en hann einkennist af uppstreymi og miklum skúraleiðingum yfir Indónesíu og þar í grennd. Og þó ótrúlegt megi virðast, að þá getur MJO haft áhrif á veður á okkar slóðum. En orsakasamhengið er ekki alltaf auðskilið.
Hér gefur að líta kort sem sýnir MJO=5 saman með La-Nina (-ENSO), sem er reiknað meðalástand allra daga í nóvember þegar svo háttar til. Á kortinu eru frávik 500 hPa flatarins. Svartur hringur er um Ísland og sjá má að hærri flötur er suður af Grænlandi og tengist öðru hæðarhráviki norður af Svalbarða. Veldur stíflu á Atlantshafinu. Lægðir og kalt loff hins vegar fið A-strönd Ameríku og í austur- og mið Evrópu.
Reiknuð spá GFS á hinu kortinu sem gildi eftir 10 daga eða 27. nóvember sýnir veðurstöðu sem á sér greinilega hliðstæðu.
Varla tilviljun! Og kamanið kann að kárna fyrir Evrópubúa.