SJÓRINN KÓLNAÐI UM 3°C Á 7 DÖGUM
Breski veðurfræðingur Simon Cardy bendir á þá áhugaverðu staðreynd að þar sem fellibylurinn Larry fór um fyrir helgi kólnaði yfirborðshiti sjávar suður á Atlantshafi um allt að 3 stig. Orka fellibylja kemur úr sjónum og óhjákvæmlega sér þess merki. Kortið sýnir 7 daga breytingu á yfirborðshita sjávar til og með 11. september. Larry merkti slóð sína með þessum hætti rækilega áður en hann náði Bahamaeyjum.
Larry er ekki lengur fellibyrlur og hreyfiorkan ekki úr sjónum hér við landið, heldur að mestu vegna mishitunar lofts eins og venjulega úr lægðum.
Éljaveður sem hér æðir um á veturna yfir Grænlandshafi "drekkur" á sama hátt varma og raka úr hafinu og fellibylir gera. Þá er varla að greina megi kælingu yfirborðshita suðvestur af landinu, nema að ástandið endurtaki sig trekk í trekk.