ESv | 30.07.2020 10:21
SLEPPUM BARA NOKKUÐ VEL UM HELGINA

Vissulega hvessir á undan skilum lægðarinnar á morgun föstudag, og einkum sunnan- og suðaustanlands.  Varað er við hviðum: " Í Mýrdal og undir Eyjafjöllum er reiknað með hviðum allt að 30 m/s og í Öræfum 35 m/s frá því snemma í fyrramálið og fram yfir hádegi. Áfram þó leiðinlega hvass."  

Rignir um land allt þegar skilin fara yfir og áfram reyndar suðaustanlands og á Austfjörðum meira og minna fram á sunnudag.  En sjálf lægðin fer eignilega bestu hugsanlega leið yfir landið ef svo má segja.  Þetta er enn eins djúpa miðsumarlægðin. Á laugardagskvöld er miðjunni spáð 987 hPa yfir svo að segja yfir landinu miðju og spáð á dóli á svipuðum slóðum fram á mánudag eftir því sem hún grynnist.  

Vindur er tiltölulega hægur næst miðjunni, en hvasst lengra frá, sums staðar á annesjum, en eiknum úti á sjó.  Þó nær sunnanstrengur inn á Austurland skv. þessu.  Vissulega einhverjar slembiskúrir með sjálfri lægðmiðjunni, en samt verður merkilega þurrt, einkum á laugardag nokkuð víða norðan- og vestantil. 

Kortið er spákort ECMWF af Brunni Veðurstofunnar.