SNÖGGIR AÐ GERA VIÐ
Í óveðri í fyrradag, fauk vindmælirinn í Sandfelli í Öræfum. Vegagerðin var ekkert að tvínóna við viðgerðir, sendi verktaka sína á staðinn eins og skot og í gær kl. 13 var búið að koma fyrir nýjum mæli eins sjá má á skjáskoti vindmælinganna af vef Vegagerðarinnar. Eða rétt áður en næsti N-hvellur skall á!