Reykjavík
Sveinn Gauti Einarsson | 06.06.2019 17:38
Sólskinsstundir í Reykjavík í júní orðnar fleiri en allan júní í fyrra

Það er óhætt að fullyrða um það að flestir íbúar suðvestanlands muna eftir veðrinu í fyrrasumar. Rigning dag eftir dag og þótti heyra til tíðinda sæi glitta í blátt svo samfelld var skýjahulan. En nú er öldin önnur. Sólin skín og varla sést ský á himni dag eftir dag.


Í júní í fyrra mældust sólksinstundir í Reykjavík 70, þ.e. Að meðaltali 2,3 klst á dag þar sem sólin skein. Þá voru 19 daga þar sem sólin skein lítið sem ekkert, eða minna en 1 klukkustund.


En í ár er staðan önnur. Sólskinsstundir voru í lok dags í gær (5.jún) orðnar 73 og þar með þremur fleiri en allan mánuðinn í fyrra. Svo bætist við í dag og næstu daga samkvæmt spánni hjá Bliku.Frá því 1. maí hafa sólskinsstundirnar mælst 310. Frá 1. maí til 31. ágúst í fyrra skein sólin í Reykjavík samtals í 496 klukkutíma. Það verður að teljast afar líklegt að fleiri sólkskinsstundir mælist í sumar en síðasta sumar. En hvenær ætli árið í ár taki fram úr því í fyrra? Það er eins og er erfitt að segja til um það.