ESv | 23.10.2021 10:34
SÓLSTORMUR ÁRIÐ 993 Í TENGSLUM VIÐ SIGLINGAR VESTUR UM HAF ÁRIÐ 1021

SÓLSTORMUR ÁRIÐ 993 Í TENGSLUM VIÐ SIGLINGAR VESTUR UM HAF ÁRIÐ 1021

Eðlilega hafa þær vakið mikla athygli rannsóknaniðurstöður úr trjáhringjagreiningu við fornminjar á Nýfundnalandi sem benda til áreiðanlegs landnáms norrænna manna árið 1021.   Nature birti niðurstöðurnar í síðustu viku og vakti verðskuldaða athygli.

Menn grófu upp  gamla viðarbúta á svæðinu á sínum tíma og tóku þá til varðveislu. Fyrir löngu var séð að notuð höfðu verið  járnverkfæri til viðarhöggsins, nokkuð sem ekki voru þekktar aðfarir frumbyggja á þessum tíma.  En C14 aldursgreining viðarbútanna ver háð mikilli óvissu.  En trjáhringirnir segja alltaf sína sögu.  Þegar þeir eru taldir verða menn að hafa fast tímatal undir höndum eða núllpunkt.  Hann hefur ekki fundist fyrr en nú. Og þar liggur nýnæmið í rannsókninni.Fyrir ekki svo löngu tóku menn eftir því að í ískjarna Grænlands mátti sjá á örfáum stöðum greinilegt merki frumefnisins Berilyum. Eða öllu heldur geislavirka samsætu þess; 10Be.  Hún myndast einkum í heiðhvolfinu, ofan 12- 15 km þegar orkumiklir geimgeislar sundra köfnunarefni og súrefni.  Að ofan bers Be samsætan í merkjanlegum styrk niður til Grænlands og hefur þar varðveist í hjarninu. Ekki mörg ár frá því að hægt var að greina 10Be úr ískjörnum Suðurskautslandsin og Grænlandsíssins. Á þann hátt hafa menn öðlast vitneskju um gríðarmikla sólstormar árin 660, 774/5 og 993. 

Það er hins vegar ekki Berilyum samsætan sem finnst í fornviðarbútunum, heldur mælist örlítið meira af C14 á því vaxtarári (eða því næsta á eftir) sem sólstormurinn herjar á lofthjúp jarðar. C14 kolefnið myndast líka við kjarnklofnun hátt í lofthjúpi í sólstorminum. Aðgerðirnar á bak við aldursgreiningu með tjáhringjum fornviðar er orðin það þróuð að vísindafólki á því sviði á ekki einu sinni í vandræðum með að sjá hvort tréið hafi verið höggvið að vori eða hausti.  Þegar búið er að staðsetja vaxtarhringinn 993 er eftirleikurinn auðveldur.  Það tókst með nokkuð óyggjandi hætti fyrir þrjá af þessum viðarbútum, meiri vafi leikur á einum þeirra og yfirgnæfandi líkur eru á að tréin hafi verið höggvin einhverntímann á milli 1019 og 1024.    

Einir og Kanadalífviður

Viðarbútarnir sem um ræðir og varðveittir hafa verið um árabil, eru annars vegar balsamakjarr af ætt einis (Juniperus comminis) og hins vegar Kanadalífviður (Thuja occidentalis). Einirinn er útbreiddur myndar lágvaxið kjarr eins og við þekkjum, en  og getur við góð skilyrði náð 10 m hæð.  Áhöld eru hins vegar um hvort að Kanadalífviðurinn, sem er sígrænn, hafi yfir höfuð vaxið svo norðarlega sem á Nýfundnalandi.  Gömul eintök af Kanadalífviðnum hafa varðveist, það elsta frá 952 að því að talið er og með yfir 1.000 árhringjum.   Þessir ofursólstormar (e. Solar Superstorm) hafa verið rannsakaðir nokkuð upp á síðkastið.  Og menn hafa mælingar frá einum sambærilegum frá 23. febrúar 1956.  Hinir þrír sem áður er minnst á eru samt taldir hafa verið 40-50 sinnum öflugri. 

Áhrif á veðurfar jarðar

Ljóst er að áhrif á veðurfar á jörðinni geta orðið mikil.  Ósonið í heiðhvolfinu minnkar talsvert, en áhrifin aðeins minniháttar á lífríki jarðar (e. moderate biological impact). Lofthringrásin eins og við þekkjum hana fer öll úr böndunum nokkra mánuði á eftir og jafnvel lengur. Meira að segja hefur verið gerð tilraun til að herma veður eftir svona „árás“ frá sólinni.  (sjá: https://www.nature.com/articles/srep45257)

Hver áhrifin yrðu í dag af slíkum ofsasólstormi er ekki gott að átta sig á.  E.t.v. mest á fjarskipti og raforkuflutninga?  Hin mikla Carrington kórónuskvetta frá sólinni í byrjun sept. 1859  hafði mikil áhrif á einmitt þau frumstæðu fjarskipti sem þá voru komin.  Kórónuskvetta eða sólblossi er hins vegar annars eðlis en sólstormur og ekki farið frekar út í þau mál hér, en áhugasömum bent á stjörnufræðivefinn:    https://www.stjornufraedi.is/solkerfid/solin/koronuskvettur/

   

Reykjavík - Veðurspá
Í dag,
09:00
0 mm
19 m/s
12:00
0 mm
22 m/s
15:00
2 mm
16 m/s
18:00
2 mm
16 m/s
21:00
1 mm
14 m/s
Á morgun,
09:00
0 mm
5 m/s
15:00
-1°
0 mm
6 m/s
Næstu dagar
0606
5 mm
10 m/s
0707
-3°
0 mm
10 m/s
0808
4 mm
10 m/s